Árnaskógur farinn að dafna

Jæja gott fólk. Það er allt að gerast í Árnaskógi. Þrátt fyrir mikla hæð og rok hérna í Grafarholtinu þá er Árnaskógur farinn að taka við sér eftir veturinn. Lauftréin eru öll að koma til en grenitréin eru ekki alveg jafn hress. Það verður að metast þegar lengra líður á sumarið hvernig heilsan er hjá þeim. Hérna eru nokkrar myndir sem ég tók við skoðun á skóginum klukkan 6 um morguninn á þriðjudaginn.

Advertisements

Árnaskógur á www.ja.is

Mikil gleðitíðindi bárust í höfuðstöðvar Árnaskógs í morgun þegar fyrir lá að Árnaskógur er orðinn hluti af Íslandi með staðfestingu http://www.ja.is á honum. Þegar ég kallaði út af svölunum og tilkynnti skóginum þetta brast á mikill fögnuður á meðal trjá og ekki frá því að hvert tré hafi reyst sig upp og stækkað við það um 2-7cm. Hægt er að leita á ja.is eða einfaldlega smella hér til að sjá staðfestinguna. Ég vil þakka starfsfólki ja.is kærlega fyrir góðar undirtektir með skóginn okkar litla. Hver veit nema að tré í skóginum verði tileinkað ja.is.

arnaskogur-stort

Árnaskógur á ja.is

Árnaskógur á ja.is

Maðkar úr skóginum á istockphoto.com

Augljóst mál að baráttan við maðkana í Árnaskógi ætlar að vera erfið. Fyrst var tekið eftir möðkunum þann 5.ágúst síðastliðinn. Umsjónarmaður týndi alla í burtu og henti þeim fyrir bíl. Þeir mögulega hafa lifað af og snúið aftur í Árnaskóg því að Umsjónarmaður týndi um 10 maðka úr skóginum í gær. Þeir eru búnir að vera ansi duglegir að borða og eru mörg tréin ansi illa farin. En núna verður staðan könnuð daglega og ormar týndir svo að tréin nái að jafna sig fyrir veturinn.

caterpillar

Umsjónarmaður Árnaskógar var fljótur að hugsa og ákvað að reyna að græða pening fyrir skóginn á möðkunum. Náð var í hvítan bakgrunn og unga plöntu sem er enn í þjálfun í garðinum. Myndavélin munduð og myndir massaðar. Síðan var myndin sent á istockphoto.com vefinn þar sem umsjónarmaður er með myndir til sölu. Þar mun myndin vera til sölu og allur ágóði af sölu myndarinnar renna til skógarins.

Tré til minningar um Michael Jackson

Ákveðið hefur verið að gróðursetja tré til minningar um poppgoðið Michael Jackson sem lést af sökum hjartastopps fyrr í kvöld. Hann var 50 ára gamall og átti að baki farsælan feril sem popptónlistarmaður. Ekki er komið á hreint hverskonar tré verður gróðursett eða hvenær en líklegt er að það verði stórmerkilegt… alveg eins og Jackson var. Tréið mun að sjálfsögðu taka nafn poppgoðsins… Michael Jackson.

Sigurjón elskar tréið og tréið elskar Sigurjón

Eins og margir vita gerði Sigurjón sér ferð frá New York í Bandaríkjunum, þar sem fólk talar ensku og hræðist svertingja, til að vera viðstaddur úthlutunar í Árnaskóg. Hann lét sig því ekki vanta þegar hann var boðaður í gróðursetningu síðla dags í dag. Hann stóð sig með prýði enda ekki við öðru að búast. Hann var klæddur í gallabuxur, bláa skyrtu, jakka, með derhúfu og í hvítum skóm. Eins og sést á videoinu hérna fyrir neðan er Sigurjón vanur maður þegar kemur að skógrækt. Hann elskaði síðan tréið og ekki frá því að það hafi elskað hann á móti.

3 ný birkitré í Árnaskóg

Það gerðist ýmislegt í Árnaskógi í morgun. Fór í húsasmiðjuna og keypti 6 staura til að setja við stærri tréin í skóginum. Þremur birkitrjám var plantað í skóginn sem voru ekki mjög hress með að vera í potti. Sjáum til hvort þau taki ekki við sér þegar þau eru komin í skóginn með félögum sínum.

Annars fékk Hlín staur og held að hún sé sátt með það. Mun framvegis tala um tréin með því nafni sem þau heita en ekki “tréið hennar Hlínar” eins og hefur áður verið gert.

24.06.2009

Billi plantar tréinu sínu í Árnaskóg

Billi mætti galvaskur í dag og fékk leyfi hjá Umsjónarmanni Árnaskógs að planta tréinu sínu. Það gekk afskaplega vel hjá honum Billa og með í för var Umsjónarmaður Árni, Auður og Hneta. Tréið er komið niður og dafnar vel. Hérna fyrir neðan getið þið séð video af honum Billa þruma tréinu niður eins og enginn sé morgundagurinn.

Billi plantar í Árnaskóg from Árni Torfason on Vimeo.